Fússball, Ja bitte!

Jæja… nú er ekki seinna vænna en að fara að hreyfa sig aðeins til að komast í kjólinn fyrir jólin. Vegna þess að meistaradeildin er á miðvikudag var ég að spá hvort við gætum kannski haft bolta á fimmtudaginn í þetta skiptið? Eru ekki einhverjar sem komast á fimmtudag klukkan 18:30 ?

/JBK

Skrifað í 1. 14 Comments »

Þeir búningar sem eru farnir nr. 1 (Ingiríður), 2 (Unnur þú varst búin að panta það en ef þú vilt frekar nr. 3. þá er Sæa með nr. 2.), 3 (ef Unnur tekur það), 4 (Guðrún Soffía), 5 (Berglind), 6 (Jóna), 7 (Guðrún Hulda), 8 (Hansína), 9 (thea), 10 (Kristín Hanna)11 (Svanhildur), 13 (Stefanía), 15 (GUðrún Hulda). Þannig að núna eru búningar nr. 12, 14 og 16 eftir 🙂 (Var ekki annars búningur nr. 12??? )

Endilega látið mig vita ef ég er ekki með rétt nr. skráð á ykkur… þetta er ekki alveg ljóst í kollinum á mér…

Þið getið komið og sótt þetta hvenær sem er og lagt peninginn inn á reikninginn okkar. Reikningsnr. er á æfingagjaldasíðunni sem er læst með sama lykilorði og hefur alltaf verið. Þið getið haft samband ef þið vitið ekki leyniorðið.

Er svo ekki kominn tími á fússball? Ég er reyndar að fara á videokvöld næsta miðvikudag en væri alveg til í bolta á mánudag t.d. 🙂

/Jóna Cantona

Skrifað í 1. 15 Comments »

Hamrabúningar til sölu!!!

Jæja! Eins og þið vitið þá hefur Villi ekki fengið borgað frá okkur. Við eigum þó smá peninga fyrir þessu en ekki fyrir öllu. Þess vegna verðum við að hjálpast að við að selja þá sokka sem eftir eru. Við förum svo í gegnum það enn eina ferðina hverjar skulda peninga fyrir eitthvað frá síðasta sumri og rukkum fyrir það um leið og við finnum tíma í þetta (sem verður mjög fljótlega). Við erum ekki þær einu sem skuldum Villa heldur verðum við allar að hjálpast að við að borga þetta með því að selja sokkana. Það geta allir notað svona sokka og það ætti ekki að vera mikið vandamál að fá pabba og mömmu, afa og ömmu og einhverja fleiri ættingja sem má níðast á til að kaupa af sér nokkur sokkapör.

Nú eru líka til sölu Hamrabúningarnir ómótstæðilegu. Þetta eru án efa flottustu keppnisbúningar sem hægt er að fá og verðið er náttúrulega alveg glimrandi flott!

Sokkar, stuttbuxur og treyja = 3500 kr.

Upphitunarpeysa = 2000 kr.

Sokkar, stuttbuxur, treyja og upphitunarpeysa = 5000

Fyrstir koma fyrstir fá! Þið getið hringt í 8698650 (Jóna) til að panta búning eða pantað hérna á síðunni og haft svo samband til að koma og sækja hann eða við tökum okkur einn af okkar sívinsælu sunnudagsrúntum og skutlum þessu til ykkar við tækifæri 🙂

Kveðja

Jóna Benný og Inga Dís

Skrifað í 1. 13 Comments »

Að venju verður spriklað næstkomandi miðvikudag…

18:30 í Lundó…

Hverjar ætla að mæta?

/JBK

Skrifað í 1. 13 Comments »

Fótbolti á miðvikudaginn

Eru ekki einhverjar til í smá tuðruspark á miðvikudaginn á Lundarskólavelli kl 18:30.

Þeir sem eru til endilega kvittið

Skrifað í 1. 8 Comments »

Magnaður fótbolti…

Fótbolti á miðvikudag kl. 18:30 í Lundarskóla ef það verður ekki allt á kafi í snjó… Við verðum alltaf á þessum tíma en ég reyni að henda inn tilkynningu í hverri viku svo við getum skráð okkur og þurfum ekki að fara í fýluferð ef það er engin mæting…:)

/JBK

Skrifað í 1. 8 Comments »

Fótbolti…

Nenniði að hendast í fótbolta á miðvikudaginn klukkan 18:30 í Lundarskóla?

Kv. JBK

Skrifað í 1. 9 Comments »

Pjéníngar…

Stelpur mínar… Þar sem okkur vantar örfáa þúsundkalla upp á að geta borgað þjálfara vorum laun þá þætti mér reglulega vænt um að þið mynduð hafa augun opin fyrir einhverjum fjáröflunum á næstunni. Nú fer að koma tími hinna miklu vörutalninga og þá gætum við kannski reddað okkur því sem upp á vantar ef allar hafa augu og eyru vel upp glennt og fylgjast með því hvort ekki er eitthvað að hafa fyrir okkur 🙂

Það væri líka gott ef fólk myndi skrifa í kommentin hvernig staðan er hjá þeim núna varðandi næsta sumar þó það bindi að sjálfsögðu engan til að vera með eða ekki með en það þarf að skrá lið í mótið í janúar og þá væri voðalega gott að hafa einhverja hugmynd um stöðuna á leikmönnum…

Ég sendi ykkur svo mínar bestu jólakveðjur og þakka fyrir frábærar stundir á árinu sem er að líða. Þar sem ég hef líklega önnur plön fyrir sumarið 2008 þá mun ég bara klára að reyna að finna út úr þessum peningamálum okkar og svo væri gott ef einhver myndi vilja taka við því að sjá um minn hluta af stjórnarstarfinu – sem sagt formaður, ritari og meðstjórnandi 😉 – ákaflega gefandi og skemmtilegt starf og ekki mikið að gera framundan þar sem við erum komnar með búninga og allar græjur 🙂

Jólakveðjur

Jóna Benný

Skrifað í 1. 9 Comments »

Miðvikudagur 5. des….

Bolti á miðvikudegi 5. des! Mæting í Brekkuskóla kl. 18:30. Ég veit ekki hvort ég kemst því ég er að fara í síðasta prófið mitt á fimmtudaginn en ég sé til í hversu góðum/vondum málum ég verð á miðvikudaginn 🙂

/JBK

Skrifað í 1. 7 Comments »

Fótbolti á miðvikudag!!!

Jæja pípol!!!

Fótbolti á miðvikudag kl. 18:30. Mæting í Brekkuskóla 🙂

Endilega segið frá áformum ykkar um að mæta 😉

/JBK (mæti)

Skrifað í 1. 13 Comments »