Fótbolti fótbolti fótbolti

Sælar,

Við erum að prófa okkur aðeins áfram með fótboltaeróbik og ætlum að bjóða ykkur í svoleiðis tíma næsta þriðjudag klukkan 20:00 – 21:00 í Íþróttahúsinu í Glerárskóla. Það væri gott ef þær sem eiga bolta kæmu með þá en við verðum líka með einhverja bolta. Það væri líka alveg magnað ef þær sem ætla að mæta skrái sig í kommentin og láti vita hvort þið komið með bolta eða ekki. Þetta er ekki bara fyrir Hamrastelpur svo þið megið alveg bjóða með ykkur ef þið viljið 🙂

Svona aðeins til útskýringar þá er fótboltaeróbik bara einfaldar tækniæfingar og hopp með bolta. Við höfðum svo hugsað okkur að spila fótbolta síðustu 20 mínúturnar.

Kv.

Jóna Benný og Sandra

Skrifað í Óflokkað. 20 Comments »

Leikur á þriðjudaginn!!!

Á þriðjudaginn ætlum við aftur að spila við/með 3ja flokki kvenna hjá Þór og KA en þetta var mjög skemmtilegt á sunnudaginn.

Leikurinn byrjar klukkan 17:00 svo það er mæting 16:30 í Hamar. Athugið að ef það verður grenjandi rigning fáum við ekki leyfi til að spila á vellinum. Það vantar 6 stelpur í þetta verkefni… Unnur, Heiðrún Villa og Jóna Benný mæta allavega, spurning með Guðrúnu Soffíu hvort hún komi ekki bara aðeins of seint ??? Endilega látið vita hvort þið eruð með 🙂

/JBK

Skrifað í Óflokkað. 8 Comments »

Fótbolti á sunnudag!!!

Á sunnudaginn vantar nokkrar stelpur til að spila gannileik í fótbolta. Þetta verður 11 manna bolti, frjálsar skipting og ægilega mikið stuð. Ég veit ekki alveg nákvæma tímasetningu en það væri frábært ef þið sem hafið áhuga mynduð skrá ykkur í kommentin sem fyrst 🙂

/JBK

Skrifað í Óflokkað. 8 Comments »

Leikur í dag :)

Sælar, við Inga Dís og Sandra ætlum að skella okkur á Húsavík í dag og horfa Völsung spila seinni leikinn við Aftureldingu í úrslitum 1. deildar kvenna. Eins og þið vitið þá eru Völsungsstelpur í góðri stöðu því þær unnu fyrri leikinn 3-2 og um að gera að kíkja á þær og hvetja þær upp í úrvalsdeild 🙂

Það er fullur bíll hjá okkur en ef þið sjáið ykkur fært að bruna á Húsó þá skulið þið endilega skella ykkur 🙂 Leikurinn er klukkan 16:30.

Kveðja

Jóna Benný

Skrifað í Óflokkað. 1 Comment »