Æfing í dag…

Æfing í dag klukkan 19:30 á eðalvellinum hjá Iðnaðarsafninu. Endilega látið vita um mætingu í kommentunum.

Heiðrún: Æfingaplanið hér fyrir ofan á alveg að standast allavega þangað til við fáum úthlutað einhverjum örðum tímum til ædinga einhversstaðar og það verður aldrei fyrr en í sumar 🙂

/JBK (kem ekki á æfingu er að vinna)

Skrifað í Óflokkað. 13 Comments »

Enginn Hesta-Jói í dag…

Það verður seint sagt að við höfum verið að gera gott mót í leiknum í dag sem tapaðist 5-1, markið skoraði Katrín markamaskína Vilhjálmsdóttir. En við getum þó glaðst yfir því að núna mun leiðin aðeins liggja upp á við 😉

Kristín Hanna var klárlega maður leiksins að mínu mati og átti hún heiðurinn af því að stoppa fjöldann allan af sóknum. Sæa var líka þrusugóð og átti mjög fína spretti í vörninni á móti landsliðinu í spretthlaupi.  Við hinar verðum hinsvegar aðeins að fara að lifna við ef við ætlum ekki að láta valta yfir okkur í sumar. Við erum þó að sjálfsögðu með fjöldann allan af afsökunum fyrir þessu og sú helsta er auðvitað sú að við vorum bara að byrja að æfa í þessari viku 😉

Annars var þetta bara nokkuð skemmtilegt og það er langt síðan ég hef fengið mér svona góða 90 mínútna gönguferð 😉 Nú verðum við bara að fara að hysja upp um okkur buxurnar og æfa á fullu…

Koma svo….

/JBK

Dómari og línuverðir…

Ef þið eruð með menn á lausu í dómgæslu og línuvörslu fyrir leikinn á morgun þá væri það alveg ljómandi skemmtilegt 🙂

/JBK

Skrifað í Óflokkað. 3 Comments »

Birna í hinni hliðinni…

Ofur-íþróttamanneskjan Birna Baldursdóttir (eða Birna Baldsdóttir eins og sumir segja hehe) er í hinni hliðinni í dag.

Það er alveg sama hvaða íþróttir hún stundar, hún skarar fram úr í þeim öllum, íshokký, júdó, fótbolta, blaki og eflaust einhverju fleiru…

Hún skorar á Söndru og hefur þetta um málið að segja: „ég skora á Söndru babe til að svara þessu næst þar sem hún hefur nú ekkert að gera í vinnunni og heima fyrir með litlu snúlluna sína 😉 bahaha….“

*Birna Bald*

/JBK

Skrifað í Óflokkað. Leave a Comment »

Leikur!!!

Leikurinn á laugardaginn er on svo það er eins gott að við tökum okkur nú saman og reynum að mæta vel í hann 🙂 Við höfum gott af því að spila á 11 manna velli og hlaupa aðeins (segir hlaupadrottningin 😉 ). Við gerum ekkert annað en að græða á þessu fyrir utan að það er gott fyrir Villa að sjá hvar við stöndum í formleysinu 😉

Þær sem mæta pottþétt eru allavega: Tóta P., Jóna, Berglind, Kristín Hanna, Lísbet, Stefanía, Kata V. (segir Villi), Sæa, Hansína, Alma, Unnur, Hrabba, Hanna Sigrún, Inga Dís? = 14,5

Þær sem mæta kannski eru: Ingunn, Birna, Herdís

Þær sem mæta pottþétt ekki eru: Guðrún Soffía, Ásrún, Sandra Sigm, Ásdís, Thea og Ragga.

Aðrar eru vinsamlegast beðnar að gera grein fyrir sér því okkur vantar allavega helst 4 í viðbót og við þurfum þá að fá lánaða leikmenn á bekkinn ef þetta er ekki að takast hjá okkur…. koma svo!!!

/JBK

Skrifað í Óflokkað. 13 Comments »

Kjarnaæfing

Jæja girlur….ekki góð mæting á æfingu í kvöld, 7 stykki + Villi.

En upp og niður brekkur 😉

En núna þurfum við að fara herða okkur í auglýsingasöfnun..

 En annað æfingin á morgun byrjar 18. 30 í stað 18. 15 en þær sem vilja geta komið 18.15 og skokkað lítinn hring 😉

Kv Stjórnin ( Sigga og Grétar )

Skrifað í Óflokkað. 6 Comments »

Æfingaleikur á laugardaginn…

Á laugardaginn klukkan 18:00 tökum við æfingaleik við Völsung í Boganum. Það er nánast engin afsökun til í heiminum fyrir að komast ekki í leik á þessum tíma sólarhrings þannig að sjálfsögðu er búist við öllu genginu í leikinn, fyrir utan kannski Sigrúnu Björk, Hrefnu og  Lísu sem eru löglega afsakaðar 😉

Æfing á morgun fimmtudag klukkan 18:15 á vellinum hjá Iðnaðarsafninu, bak við skautahöllina.

Skráið ykkur í leik og æfingu í kommentunum…

JBK/ (mæti bæði í leik og á æfingu)

Skrifað í Óflokkað. 9 Comments »

Stefanía í hinni hliðinni!

Hún er snögg að þessu gellan og er búin að skila inn hinni hliðinni sem er eiginlega rangnefni því þessar spurningar snúast eiginlega allar um fótbolta en ekki hvernig gemsa maður á og þannig lagað…

*Tjékkið á gellunni hérna*

Stefanía skorar á Birnu  sem henni finnst jafnframt fallegasti liðsfélaginn:)

Skrifað í Óflokkað. 1 Comment »

Hin hliðin

Þá erum við að fara að henda hinni hliðinni á leikmönnum í gang og viljum við biðja ykkur að vera snöggar að svara svo við verðum komnar með sem flestar fyrir tímabilið. Spurningarnar eru hérna á tengli fyrir ofan og þið kóperið þær bara og svarið þeim, sendið þær til mín og það væri mjög gott ef þið mynduð senda mynd sér en ekki setja hana í wordskjal eða eitthvað þannig, bara senda hana beint.

Við Inga Dís lögðum mikinn metnað í spurningarnar þetta árið þrátt fyrir að hafa haldið ýmsum spurningum frá síðasta ári. Það skal tekið fram að svarið „ég veit ekki“ er ekki mjög vinsælt og leiðir oftast til falleinkunnar svo þið skulið reyna að svara þessu samviskusamlega og þegar fyrsta er búin að skila skorar hún á einhvern annan að svara næst og svo framvegis….

Af því að ég er að skrifa þetta hérna inn þá gef ég sjálfri mér leyfi til að byrja að skora á leikmann og það er engin önnur er Stefanía sem fég ætla að skora á…

Skoðið líka færslurnar fyrir neðan…

/JBK

Skrifað í Óflokkað. 3 Comments »

Æfingaleikur…

Á miðvikudaginn eftir viku kl. 20:00 – 21:00 tökum við líklega æfingaleik við 4. flokk karla hjá KA í Boganum þannig að það væri gott ef sem flestar reyndu að vera lausar þá. Skrifið við þessa færslu hvort þið komist eða ekki en færslan fyrir neðan er fyrir miðvikudagsæfinguna á morgun 🙂

Kv.

JBK

Skrifað í Óflokkað. 14 Comments »